Sigurður Snævarr, hagfræðingur og ráðgjafi forsætisráðuneytisins í efnahags- og atvinnumálum, segist sjá fyrir endann á vinnu sérfræðingahóps sem vinnur nú að útreikningum á hugsanlegum kostnaði vegna aðgerða til lausnar skuldavanda heimilanna.
Hópurinn var settur á laggirnar í síðasta mánuði og hefur unnið að því hörðum höndum í nokkrar vikur að fara yfir þær tillögur sem komið hafa fram.
Sigurður segist ekki treysta sér til að tímasetja vinnulok sérfræðingahópsins nákvæmlega, en það verði á næstunni.