Siðmennt heiðrar Hörð Torfa og Ara Trausta

Hörður Torfason
Hörður Torfason Ómar Óskarsson

Hörður Torfason hlýtur í ár Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar, sem félagið veitir árlega. Hörður hlýtur viðurkenninguna fyrir áratugalangt starf sitt í þágu mannréttinda á Íslandi, samkvæmt tilkynningu frá Siðmennt.

Þetta er í 5. sinn sem Siðmennt veitir árlega húmanistaviðurkenningu, en það voru Samtökin 78 sem hlutu fyrstu viðurkenninguna, árið 2005. Síðan hafa Ragnar Aðalsteinsson, Tatjana Latinovic, Rauði kross Íslands og Alþjóðahús einnig hlotið viðurkenninguna.

Í ár verður svo í þriðja sinn úthlutað í flokki Fræðslu- og vísindaviðurkenningar Siðmenntar. Eitt af meginumfjöllunarefnum félagsins er þekkingarfræðin og stuðningur við vísindalega þekkingarleit og fræðslu. Félagið veitir því viðurkenning þeim aðila eða samtökum sem hafa fært þjóðinni mikilvægt framlag í þeim efnum. Að þessu sinni er það Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur sem hlýtur viðurkenninguna en áður hafa hlotið hana þeir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur.

Þeim Herði Torfasyni og Ara Trausta verða afhent verðlaunin við athöfn á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 4. nóvember kl.17.

Ari Trausti Guðmundsson.
Ari Trausti Guðmundsson. Morgunblaðið/frikki
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert