Sífellt fleiri þurfa aðstoð

Frá húsnæði Mæðrastyrksnefndar að Hátúni 12b í dag.
Frá húsnæði Mæðrastyrksnefndar að Hátúni 12b í dag.

Sífellt fleiri sækja matarúthlutanir í upphafi mánaðar, en í byrjun október sóttu yfir eitt þúsund manns mat- og hreinlætisvörur til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar.

Í gær, við fyrstu úthlutun mánaðarins, voru þeir tæplega eitt þúsund, 450 hjá Fjölskylduhjálpinni og 510 hjá Mæðrastyrksnefnd.

Flestir hafa leitað til hjálparstofnana  í enda mánaðar, þegar laun og  bætur  eru gengin til þurrðar. En það virðist  vera að breytast.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, sagði að margir nýir hefðu bæst í hópinn. „Ég átti ekki von á svona mörgum, annan mánuðinn í röð.“

Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Mæðrastyrksnefndar tók í sama streng. „Það var mikið af ungu fólki sem ekki hefur komið áður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert