Tillitsleysi borgarinnar

Ráðhúsið í Reykjavík.
Ráðhúsið í Reykjavík. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Það er grundvallaratriði að menn nálgist þessa vinnu, þ.e.a.s. segja samstarf skóla við trúar- og lífsskoðunarhópa, af tillitsemi, skilningi og virðingu fyrir skoðunum annarra,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um nýja tillögu mannréttindaráðs.

Varðar tillagan fræðslu í skólum en hún felur í sér að ekki verði ráðist í að banna „sígilda söngva, dansa, leiki eða handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar“ en litlu jólin heyra undir slíka viðburði.

Júlíus Vífill gagnrýnir tillöguna og segir hana einkennast af skorti á tillitsemi gagnvart skoðunum annarra.

„Það er ekki gert með því að halda skyndifund í mannréttindaráði og sjóða saman nýja útgáfu af þeim reglum sem hafa verið til umræðu að undanförnu og hlotið vægast sagt kaldar móttökur.

Vilji menn vinna þetta faglega þarf að stofna til samvinnu á milli skóla, foreldra, nemenda og fræðimanna og trúar- og lífsskoðunarhópa um það hvernig þetta megi gerast þannig að vel fari með hagsmuni og vellíðan barnanna að leiðarljósi. Miðstýring og boðvald á ekki við í þessum efnum,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson.

Júlíus Vífill Ingvarsson.
Júlíus Vífill Ingvarsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert