„Við völdum þá leið að gera út fimm manna teymi sem myndi fara á öll svæðin. Það mun síðan klára Reykjavík og Vesturland í næstu viku,“ segir Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra.
Teymið hefur farið um land allt og rætt við forsvarsmenn heilbrigðisstofnana, m.a. vegna óánægju með niðurskurðaráform í fjárlögum næsta árs. Guðbjartur segist gera ráð fyrir því að héðan í frá taki það um hálfan mánuð að ganga frá tillögum sem síðan verði lagðar fyrir ríkisstjórn og fjárlaganefnd.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við blaðið í gær að „jafna“ yrði niðurskurðinn. Guðbjartur segir óráðið hvernig það verði gert. „Það ræðst af vinnu faghópsins.“