Vestfirðingar slökkva ljósin

Hrint hefur verið að stað átaki á samskiptasíðunni Facebook þar sem Vestfirðingar eru hvattir til að slökkva öll ljós á heimilum sínum á föstudag. Að sögn Guðjóns Más Þorsteinssonar, upphafsmanns átaksins, er það gert til að mótmæla niðurskurði ríkisstjórnarinnar sem virðist miða að því að leggja niður byggð í fjórðungnum. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta.

„Vestfirðingar. Sýnum samhug í verki. Ríkisstjórnin vill að við flytjum héðan ef marka má vinnubrögðin. Slökkvum ljósin á heimilum okkar og fyrirtækjum n.k. föstudag, 5. nóvember kl.19.00 í eina mínútu og sýnum þeim að við séum að flytja suður. Það virðist vera áætlun þeirra.

Þessi skilaboð eiga einnig heima á landinu öllu. Látið þetta berast sem víðast," segir á Facebook síðu átaksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert