Handtekinn við bandaríska sendiráðið

Lóðin umhverfis bandaríska sendiráðið var afmörkuð með blómakerum fyrir nokkrum …
Lóðin umhverfis bandaríska sendiráðið var afmörkuð með blómakerum fyrir nokkrum árum í samræmi við hertar öryggisreglur. Sverrir Vilhelmsson

Mót­mæl­andi var hand­tek­inn við sendi­ráð Banda­ríkj­anna við Lauf­ás­veg síðdeg­is í dag. Maður­inn var einn á ferð að sögn lög­reglu og mót­mælti með friðsöm­um hætti, en neitaði að hlýða fyr­ir­mæl­um lög­reglu um að fara út fyr­ir lóð sendi­ráðsins.

Maður­inn hef­ur áður verið hand­tek­inn fyr­ir mót­mæli á sama stað og stend­ur fast á þeirri skoðun sinni að sögn lög­reglu að hann megi standa þar sem hann vill. Lóð banda­ríska sendi­ráðsins er hins­veg­ar af­mörkuð með blóma­ker­um, sam­kvæmt hert­um ör­ygg­is­regl­um eft­ir 11. sept­em­ber, og líta ör­ygg­is­verðir þar svo á að hver sá sem fer óboðinn þar inn fyr­ir sé ákveðin ógn við sendi­ráðið.

Þá er oft­ar en ekki kallað til lög­reglu og óskað eft­ir því að hún beini fólki burt af lóðinni. Lög­regla seg­ir að ekki sé hægt að gefa nein­ar und­anþágur frá þessu eft­ir ein­stak­ling­um og neiti fólk að fara að til­mæl­um lög­reglu sé ekki annað í stöðunni en að hand­taka viðkom­andi og fjar­lægja af svæðinu.

Maður­inn var ekki lengi í haldi í lög­reglu og var sleppt að lokn­um stutt­um viðræðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert