Tæplega níu hundruð manns hafa boðað komu sína á tunnumótmælin sem boðuð eru á Austurvelli kl. 14:00 í dag til að krefjast utanþingsstjórnar. Að sögn Ástu Hafberg, eins skipuleggjenda mótmælanna, hafa þegar um 800 manns skráð sig á undirskriftalista þar sem skorað er á forseta Íslands að skipa utanþingsstjórn.
Auk þeirra 893 sem boðað hafa komu sína segjast aðrir 898 hugsanlega ætla að mæta á á mótmælin í dag á Facebook-síðu mótmælanna. Hvetur Ásta fólk til að mæta kl. 14 niður á Austurvöll. Mótmælin muni standa a.m.k. til kl. 20 í kvöld.