Loðnukvótinn gæti orðið 200 til 400 þúsund lestir

Loðnuskip að veiðum.
Loðnuskip að veiðum. mbl.is/Árni Sæberg

Ætla má að upphafskvóti á loðnuvertíðinni geti orðið 2-400 þúsund lestir. Aflamark í loðnu verður væntanlega gefið út innan tveggja vikna að loknum leiðangri sem staðið hefur síðan í lok september. Þegar hafa fengist jákvæðar upplýsingar um loðnustofninn í þessum leiðangri.

Í fyrravetur voru veidd 151 þúsund tonn af loðnu, 203 þúsund veturinn á undan og aðeins 15 þúsund tonn veturinn 2009.

Í leiðangrinum hefur fundist meira af ungloðnu en mælst hefur í mörg ár. Hún kemur inn í veiðina veturinn 2011-12, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert