Neituðu að lána starfsmenn

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bændasamtökin og Landssamtök sauðfjárbænda hafa neitað beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um að lána starfsmenn sína til rýnivinnu og undirbúnings vegna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Bændablaðið  greinir frá þessu í dag.

Ráðuneytið óskaði eftir því með bréfi 22. október sl. að nokkrir starfsmenn fyrrnefndra samtaka tækju þátt í vinnu vegna umsóknar að ESB næstu þrjá mánuði. Verkefni þeirra yrðu m.a. að svara spurningalistum ESB og undirbúa tvo fundi í Brussel. Á fundunum á að fara annars vegar yfir landbúnaðarstefnu ESB og hins vegar íslensk lög og reglur varðandi landbúnað.

Bændasamtökin og Landssamtök sauðfjárbænda höfnuðu beiðninni 28. október sl.  Þau bentu m.a. á að ekki hafi enn borist svör frá utanríkisráðherra við beiðni Bændasamtakanna um skýringar á stöðu landbúnaðar í aðildarferlinu.

Bændablaðið hefur eftir Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtakanna, að aðkoma samtakanna að umsóknarferlinu með þessum hætti væri óeðlileg, enda beri samtökin ekki ábyrgð á ESB umsókninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka