Neituðu að lána starfsmenn

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bænda­sam­tök­in og Lands­sam­tök sauðfjár­bænda hafa neitað beiðni sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins um að lána starfs­menn sína til rýni­vinnu og und­ir­bún­ings vegna um­sókn­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Bænda­blaðið  grein­ir frá þessu í dag.

Ráðuneytið óskaði eft­ir því með bréfi 22. októ­ber sl. að nokkr­ir starfs­menn fyrr­nefndra sam­taka tækju þátt í vinnu vegna um­sókn­ar að ESB næstu þrjá mánuði. Verk­efni þeirra yrðu m.a. að svara spurn­ingalist­um ESB og und­ir­búa tvo fundi í Brus­sel. Á fund­un­um á að fara ann­ars veg­ar yfir land­búnaðar­stefnu ESB og hins veg­ar ís­lensk lög og regl­ur varðandi land­búnað.

Bænda­sam­tök­in og Lands­sam­tök sauðfjár­bænda höfnuðu beiðninni 28. októ­ber sl.  Þau bentu m.a. á að ekki hafi enn borist svör frá ut­an­rík­is­ráðherra við beiðni Bænda­sam­tak­anna um skýr­ing­ar á stöðu land­búnaðar í aðild­ar­ferl­inu.

Bænda­blaðið hef­ur eft­ir Har­aldi Bene­dikts­syni, for­manni Bænda­sam­tak­anna, að aðkoma sam­tak­anna að um­sókn­ar­ferl­inu með þess­um hætti væri óeðli­leg, enda beri sam­tök­in ekki ábyrgð á ESB um­sókn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka