Olía lak úr mótmælatunnu

Mótmæli við Þingsetningu
Mótmæli við Þingsetningu Árni Sæberg

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á Austurvöll í dag vegna olíuleka úr tunnu eins mótmælenda fyrir utan Alþingishúsið. Steinolía var í tunnunni og mat slökkviliðið aðstæður svo að rétt væri að kalla á hreinsibíl til að ná olíunni upp. Tilfellið þykir með þeim óvenjulegri.

Var málið leyst og er steinolían því á bak og burt frá Austurvelli.

Fóru „tunnumótmælin“ sem svo eru nefnd friðsamlega fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert