Samstaða meðal Seyðfirðinga

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður Árvakur/Steinunn

Annað kvöld verður efnt til sam­stöðusam­komu í bíósal Herðubreiðar á Seyðis­firði að frum­kvæði Holl­vina­sam­taka Sjúkra­húss Seyðis­fjarðar, Seyðis­fjarðarbæj­ar og vel­unn­ara stofn­un­ar­inn­ar. Til­efnið er boðaður niður­skurður fjar­veit­inga til heil­brigðis­stofn­ana á lands­byggðinni í fjár­laga­frum­varp­inu.

Seyðfirðing­ar hafa sent frá sér álykt­un um þetta efni þar sem seg­ir að ef boðuðum niður­skurði verði fylgt eft­ir muni grund­völl­ur bú­setu og til­veru fólks í dreifðum byggðum lands­ins bresta.

„Gríðarleg þjón­ustu­skerðing verður í héraði og ljóst að sjúk­ling­ur og aðstand­end­ur þeirra munu þurfa að dvelja lang­dvöl­um í burtu frá heim­il­um sín­um með til­heyr­andi kostnaði, vinnu­tapi og óþæg­ind­um. Sam­göng­ur á Aust­ur­landi eru ekki góðar og við erum í mestri fjar­lægð frá stóru sjúkra­hús­un­um.  Við telj­um okk­ur hafa rétt á þess­ari grunnþjón­ustu, óháð bú­setu," seg­ir í álykt­un Seyðfirðinga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert