Samstöðuleysi tefur endurreisn

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að það væri fyrst og fremst samstöðuleysi á Alþingi sem gerði það að verkum að ekki væri hægt að fara hraðar í endurreisn atvinnulífsins en raun bæri vitni. Hún hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir úrræðaleysi.  Jóhanna gaf hins vegar lítið fyrir þær tillögur, sem stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu sett fram og sagði að ríkisstjórnin hefði lagt fram ýmsar tillögur sem verið væri að skoða. Þá hefði náðst mikil árangur í efnahagsmálum.

Þingmenn vísuðu til mótmæla, sem nú standa yfir framan við Alþingishúsið en Jóhanna sagði, að skoðanakannanir sýndu að mótmælin beindust ekki einungis  að ríkisstjórninni heldur einnig að Alþingi.

„Ef þessi ríkisstjórn er svona ómöguleg eins og stjórnarandstaðan heldur fram, hvers vegna kemur hún ekki fram með vantrauststillögu?" sagði Jóhanna.  „Við skulum þá sjá hvort stjórnarandstaðan sé þá reiðubúin til að fara í kosningar strax eða taka við." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert