Skoða möguleika á að flytja súrálið með bílum

mbl.is/ÞÖK

Norðurál hef­ur kannað mögu­leika á að flytja súrál vegna 1. áfanga ál­vers­ins í Helgu­vík land­leiðina frá Grund­ar­tanga. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur staðfest að slík­ir flutn­ing­ar myndu rúm­ast inn­an starfs­leyf­is.

Tankbíll, svipaður sements­flutn­inga­bíl­um, færi frá Grund­ar­tanga á tveggja klukku­stunda fresti yrði þessi aðferð val­in. Um 170.000 tonn af súráli þarf til að fram­leiða 90.000 tonn af áli.

Ragn­ar Guðmunds­son, for­stjóri Norðuráls, benti á að búnaður til að taka við súráli úr skip­um væri dýr og væri jafn­an keypt­ur vegna meiri fram­leiðslu en sem nem­ur 90.000 tonn­um, líkt og ál­verið á að fram­leiða í 1. áfanga.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert