Skoða möguleika á að flytja súrálið með bílum

mbl.is/ÞÖK

Norðurál hefur kannað möguleika á að flytja súrál vegna 1. áfanga álversins í Helguvík landleiðina frá Grundartanga. Umhverfisstofnun hefur staðfest að slíkir flutningar myndu rúmast innan starfsleyfis.

Tankbíll, svipaður sementsflutningabílum, færi frá Grundartanga á tveggja klukkustunda fresti yrði þessi aðferð valin. Um 170.000 tonn af súráli þarf til að framleiða 90.000 tonn af áli.

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, benti á að búnaður til að taka við súráli úr skipum væri dýr og væri jafnan keyptur vegna meiri framleiðslu en sem nemur 90.000 tonnum, líkt og álverið á að framleiða í 1. áfanga.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert