Snjór og hálka á vegum landsins

Víða er hálka á vegum.
Víða er hálka á vegum. RAX

Það er rétt að vara ökumenn við því að snjór og hálka er víða á vegum landsins og ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lögreglu urðu í gær um 30 umferðaróhöpp sem rekja má til hálku á höfuðborgarsvæðinu.

Umferðarstofa biður fólk um að gæta þess að hjólbarðar séu ekki slitnir og að loftþrýstingur sé réttur. Hvort tveggja hefur mikil áhrif á aksturseiginleika bílsins og öryggi. Hægt er að sjá í hurðafalsi ökutækis hver loftþrýstingurinn á að vera. Þá er mönnum bent á að nota almenningssamgöngur eða leigubíla ef dekkjabúnaður bílsins er ekki upp á sitt besta.

Vegir eru víðast hvar auðir á Suðurlandi þó eru hálkubletti í uppsveitum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er snjóþekja og snjókoma á Holtavörðuheiði og snjóþekja á Bröttubrekku. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja á flestum láglendisleiðum. Á Austurlandi er þæfingsfærð frá Egilsstöðum að Jökuldal og er verið að hreinsa. Hálka og éljagangur er á Fjarðarheiði,
og sjóþekja á flestum öðrum leiðum þó eru auðir vegir frá Reyðarfirði og suður úr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert