Stefnt að siglingu í Landeyjahöfn

Herjólfur siglir væntanlega á ný í Landeyjahöfn á morgun.
Herjólfur siglir væntanlega á ný í Landeyjahöfn á morgun. mbl.is/RAX

Stefnt er að því að Herjólf­ur hefji á ný sigl­ing­ar í Land­eyja­höfn, á morg­un. Eim­skip, sem ger­ir ferj­una út, seg­ir að dýpk­un hafn­ar­inn­ar gangi ágæt­lega enda séu aðstæður góðar. 

Fyrsta ferð á morg­un verður frá Vest­mann­eyj­um kl. 7:30 til Þor­láks­hafn­ar og frá Þor­láks­höfn kl. 11:15.  Eft­ir ferð er ætl­un­in að hefja sigl­ing­ar í Land­eyja­höfn að nýju sam­kvæmt áætl­un fyr­ir þá höfn og verður fyrsta ferð frá Vest­mann­eyj­um kl. 17 og til baka frá Land­eyja­höfn kl. 18:30 og síðan önn­ur um kvöldið eins og áætl­un seg­ir til um.

Þeir farþegar sem eiga bíla í Þor­láks­höfn fá akst­ur úr Land­eyja­höfn til að kom­ast í bíl­ana. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert