Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra um að stofna starfshóp til að greina tækifæri í hverfum borgarinnar í því skyni að endurskipuleggja rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila með faglegan og fjárhagslegan ávinning í huga.
Helstu verkefni starfshópsins eru:
- Að útfæra og tímasetja tillögur til næstu fjögurra ára á mögulegum samrekstrarkostum (módelum) leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Reykjavík.
- Að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning við hvern samrekstrarkost.
- Að kanna mögulega breytingu á mörkum skólahverfa með það í huga að jafna betur nemendafjölda tiltekinna grunnskóla.
- Að móta vinnureglur og verkferla sem taka til endurskipulagningar á rekstri leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.