Vilja endurskipuleggja rekstur skóla

Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri. mbl.is/Golli

Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra um að stofna starfshóp til að greina tækifæri í hverfum borgarinnar í því skyni að endurskipuleggja rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila með faglegan og fjárhagslegan ávinning í huga.

Helstu verkefni starfshópsins eru:

  • Að útfæra og tímasetja tillögur til næstu fjögurra ára á mögulegum samrekstrarkostum (módelum) leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Reykjavík.
  • Að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning við  hvern  samrekstrarkost.
  • Að kanna mögulega breytingu á mörkum skólahverfa með það í huga að jafna betur nemendafjölda tiltekinna grunnskóla.
  • Að móta vinnureglur og verkferla sem taka til endurskipulagningar á rekstri leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.

Starfshópurinn mun leita ráðgjafar hjá starfsfólki Leikskólasviðs, Menntasviðs og Íþrótta- og tómstundasviðs og annarra sérfræðinga eftir því sem við á. Jafnframt verður leitað til leikskóla- og skólastjórnenda, forstöðumanna frístundamiðstöðva, verkefnastjóra frístundaheimila og fulltrúa foreldra í hverju hverfi.  

Í starfshópnum eiga sæti ráðsmenn úr ÍTR og menntaráði auk sviðsstjóra ÍTR, menntasviðs og Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar. Formaður hópsins er Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs. Starfhópurinn tekur til starfa þann 8. nóvember nk. og er áætlað að hann skili tillögum þann til borgarráðs þann 1. febrúar 2011 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert