Assange segist aðeins óhultur í Sviss og hugsanlega á Íslandi

Julian Assange.
Julian Assange. Reuters

Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, segist í viðtali við svissneska sjónvarpsstöð vera að íhuga að sækja um hæli í Sviss og setja höfuðstöðvar WikiLeaks upp þar. Sagði Assange í viðtalinu að af Vesturlöndunum væru Sviss og hugsanlega Ísland einu löndin þar sem starfsemi vefjarins væri óhult.

„Það kemur vel til greina," sagði Assange þegar hann var spurður hvort hann og WikiLeaks myndu flytja til Sviss.   

Assange sagði að verið væri að skoða þann möguleika, að setja á fót stofnun sem gerði það mögulegt að reka WikiLeaks í Sviss. Þá staðfesti hann að verið væri að kanna hvort hann ætti að sækja um hæli í Sviss.   

Assange er ástralskur ríkisborgari. Hann sótti í október um dvalarleyfi og atvinnuleyfi í Svíþjóð en því var hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka