Skeljungur hefur hækkað verð á bensíni og dísilolíu um 2 krónur. Nú kostar bensínlítrinn 199,9 kr. í sjálfsafgreiðslu og dísilolían kostar nú 199,7 kr. Á vef Olís kemur fram að bæði bensín og dísilolía kosti 198,6 kr. í sjálfsafgreiðslu. Engin breyting hefur orðið hjá N1 og er verðið 196,6 kr. fyrir báðar tegundir.
Hjá Atlantsolíu og ÓB er algengasta verðið 196,4 krónur en 196,3 kr. hjá Orkunni.