Bensínverð hækkar

Fyllt á tankinn.
Fyllt á tankinn.

Skeljungur hefur hækkað verð á bensíni og dísilolíu um 2 krónur. Nú kostar bensínlítrinn 199,9 kr. í sjálfsafgreiðslu og dísilolían kostar nú 199,7 kr. Á vef Olís kemur fram að bæði bensín og dísilolía kosti 198,6 kr. í sjálfsafgreiðslu. Engin breyting hefur orðið hjá N1 og er verðið 196,6 kr. fyrir báðar tegundir.

Hjá Atlantsolíu og ÓB er algengasta verðið 196,4 krónur en 196,3 kr. hjá Orkunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert