Biður afsökunar á hegðun sinni á Ölstofunni

Læti voru á Ölstofunni í vikunni
Læti voru á Ölstofunni í vikunni mbl.is/Golli

Ungliði í flokki Svíþjóðardemó­krata, William Hahne, hef­ur beðist af­sök­un­ar á hegðun sinni á Ölstof­unni fyrr í vik­unni. Líkt og fram hef­ur komið í bæði ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðlum var hon­um hent út af kránni eft­ir að hafa hegðað sér ósæmi­lega gagn­vart barþjóni á staðnum.

Sam­kvæmt frétt  sænska dag­blaðsins Aft­on­bla­det eru afar mis­vís­andi frá­sagn­ir af hegðun Hahne á Ölstof­unni. Hef­ur því verið haldið fram að hann hafi verið með kynþátta­hat­ur gagn­vart barþjón­in­um sem er af palestínsk­um upp­runa. Hahne neit­ar því hins veg­ar.

William Hahne sendi eig­end­um Ölstof­unn­ar skrif­lega af­sök­un­ar­beiðni sam­kvæmt frétt Aft­on­bla­det en Hahne var á Ölstof­unni ásamt fleir­um Svíþjóðardemó­krata en þeir unnu stór­an sig­ur í síðustu kosn­ing­um í Svíþjóð. Flokk­ur­inn er þjóðern­is­flokk­ur sem meðal ann­ars berst gegn inn­flytj­end­um.

Aft­on­bla­det hef­ur eft­ir öðrum Sví­um sem voru einnig á Ölstof­unni um­rætt kvöld að hegðun Hahne hafi verið ósæmi­leg og hann öskrað og látið ill­um lát­um á barn­um. Hahne seg­ir aft­ur á móti að  barþjón­inn hafi hent greiðslu korti í and­lit sitt og sagt hon­um að yf­ir­gefa staðinn. Hahne seg­ir að í kjöl­farið hafi hann skvett vatni yfir barþjón­inn en óvart misst glasið í gólfið.

Það er hins veg­ar í and­stöðu við það sem Kor­mák­ur Geir­h­arðsson, ann­ar eig­anda Ölstof­unn­ar, seg­ir í sam­tali við Frétta­blaðið en þar kem­ur fram að Hahne hafi kastað glas­inu í barþjón­inn.

Í af­sök­un­ar­beiðni Hahne kem­ur fram að það að hann sé ein­ung­is átján ára gam­all af­saki ekki hegðun hans um­rætt kvöld. 

Á Íslandi er bannað að selja fólki yngri en tutt­ugu ára áfengi. 

Frétt Aft­on­bla­det í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert