Eftirlit nauðsynlegt til að vernda bandarískar starfsstöðvar

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík.
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík. mbl.is/Sverrir

Banda­rísk yf­ir­völd segja að sendi­ráð og starfstöðvar þeirra um all­an heim séu mögu­leg skot­mörk. Því hafi þau eft­ir­lit með þeim til að tryggja ör­yggi þeirra og starfs­mann­anna. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá banda­ríska sendi­ráðinu í Reykja­vík vegna fyr­ir­spurn­ar frá mbl.is.

Fram hef­ur komið í norsk­um og dönsk­um fjöl­miðlum að teymi á veg­um banda­rísku sendi­ráðanna í Ósló og Kaup­mann­höfn hafi haft það hlut­verk að hafa leyni­legt eft­ir­lit í ná­grenni við sendi­ráðin. Eru banda­rísk yf­ir­völd í frétt­un­um bein­lín­is sökuð um njósn­ir.

Mbl.is spurði tals­mann banda­ríska sendi­ráðsins á Íslandi um viðbrögð við þess­um frétt­um og hvort slíkt eft­ir­lit væri stundað hér á landi. 

Laura Gritz, talsmaður sendi­ráðsins, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að banda­rísk yf­ir­völd veiti ekki ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig staðið sé að ör­ygg­is­mál­um. Eft­ir­lit sé hins veg­ar nauðsyn­legt enda all­ar starfstöðvar banda­rískra stjórn­valda mögu­leg skot­mörk. Því miður sé þetta staðreynd sem sprengju­árás­ir á banda­rísk sendi­ráð í Aust­ur-Afr­íku fyr­ir um ára­tug sýni glöggt fram á.

Gritz seg­ir að banda­rísk yf­ir­völd geri allt sem í þeirra valdi standi, þá í samtarfi við inn­lend yf­ir­völd, til að verja starfstöðvarn­ar og starfs­menn, bæði Banda­ríkja- og heima­menn.

Skv. heim­ild­um mbl.is er um að ræða eft­ir­lit með ein­stak­ling­um sem séu að fylgj­ast með banda­rísk­um starfs­stöðvum og mögu­lega að und­ir­búa árás.

Yf­ir­lýs­ing banda­ríska sendi­ráðsins er svohljóðandi á ensku:

„The U.S. go­vern­ment recogn­izes that our posts around the world are prospecti­ve tar­gets. Tragically, th­ere´s significant in­telli­gence to back that up, including the bomb­ings in East Africa a deca­de ago. We work with host go­vern­ments to do everything we can to protect our diplom­atic posts and per­sonn­el, including local staff. We do not divul­ge details of specific secu­rity programs.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert