Meginástæðan fyrir því að ESB vill Ísland í sambandið er sú að það vill ná fótfestu á norðurslóðum, að mati Hemings Olaussens, formanns ESB-andstæðinga í Noregi.
Olaussen tekur þátt í ráðstefnu um aukna samvinnu strandríkja í Reykjavík í dag. Hann segir að gjalda beri varhug við kynningarefni um sambandið og telur, að Ísland myndi glata sjálfstæði við aðild.