Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur lokið athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen, forstjóra stofnunarinnar, og sér hún ekki tilefni til að aðhafast frekar. Ekki er talin sérstök ástæða til að draga í efa hæfi Gunnars til að að gegna skyldum sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Meðal annars til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja.
Fram kemur á vef FME að Andri Árnason hæstaréttarlögmaður hafi gert
sérstaka athugun á hæfi Gunnars að beiðni stjórnar FME „með hliðsjón af umfjöllun í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis um viðskipti Landsbanka Íslands hf. og
félagsins LB Holding Ltd. með hlutabréf Kaupþings banka hf. á árinu
2001, og í tilefni af upplýsingum um viðskipti Landsbankans og félagsins
NBI Holding Ltd. með hlutabréf í [V] á árinu 2001. Magnús G.
Benediktsson, löggiltur endurskoðandi, vann einnig að athuguninni.“
Andri
hefur nú skilað athuguninni til stjórnar og fjallaði hún um niðurstöður
hennar á fundi sínum í dag. Í ljósi niðurstöðu athugunarinnar tók
stjórnin ákvörðun um að ekki væri tilefni til að aðhafast frekar í
málinu.