Hafa aðstoðað 14 þúsund viðskiptavini

Arion banki hét áður Kaupþing
Arion banki hét áður Kaupþing

Arion banki opnar á morgun sérhæfða ráðgjafaþjónustu til stuðnings við viðskiptavina sem eiga í greiðsluvanda. Þegar hefur Arion banki aðstoðað um 14.000 viðskiptavini í greiðsluvanda.

Hver viðskiptavinur fær sinn eigin ráðgjafa sem vinnur með honum allt ferlið og finna þeir í sameiningu þá lausn sem hentar hverju sinni. Ráðgjafinn fylgir síðan málum viðkomandi einstaklings eftir þar til allir lausir endar eru frágengnir, segir í fréttatilkynningu frá Arion banka.
 
Ráðgjafaþjónustan verður til húsa á 2. hæð við útibú Arion banka við Garðatorg 5 í Garðabæ og verður opin alla virka daga frá kl. 9 - 16.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert