Rætt um leiðtogafund NATO

James G. Stavridis og Jóhanna Sigurðardóttir
James G. Stavridis og Jóhanna Sigurðardóttir


Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fundaði í dag með yfirmanni herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, James G. Stavridis. Rætt var um leiðtogafund NATO sem forsætisráðherra mun sækja og haldinn verður í Lissabon 19.-20. nóvember næstkomandi.

Á fundinum í Lissabon mun framkvæmdastjóri NATO m.a. kynna tillögur að nýrri grundvallarstefnu bandalagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert