Raunveruleg staða verði könnuð

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal

Pétur Blöndal alþingismaður lagði til í Alþingi í morgun að þingheimur taki höndum saman og smíði í næstu viku frumvarp sem verði að lögum í lok vikunnar um að gerð verði könnun á raunverulegri stöðu heimilanna í landinu. Þetta verði miðað við 1. nóvember og niðurstaðan liggi fyrir í byrjun desember.

Pétur sagði mikilvægt að aflað sé slíkra upplýsinga. Hann sagði upplýsingar um stöðu leigjenda og skuldara vera til hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Þessara upplýsinga sé hægt að afla með skömmum fyrirvara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert