Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst við Grímsey í kvöld. Að sögn Veðurstofunnar er stærsti skjálftinn áætlaður 3,0 stig að stærð. Fyrsti skjálftinn mældist um kl. 18 og var smár, aðeins um 1 stig, en síðan hafa fleiri fylgst í kjölfarið og þar af nokkrir sem mælast á bilinu 2-3 stig.
Jarðskjálftar eru alvanalegir á þessum slóðum, að sögn Veðurstofunnar, og þurfa ekki að merkja að stærri hræringar séu í aðsigi á Tjörnesbeltinu norður af landinu. Skjálftarnir eru til frekari skoðunnar að sögn Veðurstofunnar.