Telja velferð starfsmanna ógnað

Landspítali Háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Landspítali Háskólasjúkrahús við Hringbraut. Júlíus Sigurjónsson

Stjórn Starfsmannafélags Landspítalans lýsir áhyggjum sínum vegna velferðar starfsmanna spítalans, að því er fram kemur í ályktun stjórnar félagsins í dag. Stjórnin telur að niðurskurður hafi leitt til þess að velferð starfsmanna sé nú ógnað.

„Síðustu mánuði hafa laun starfsmanna verið lækkuð, matarkostnaður hefur hækkað, starfsmannaafsláttur vegna heilbrigðisþjónustu hefur verið felldur niður og starfsemi heilsuræktar starfsmanna á spítalanum hefur verið skert verulega.  Starfsmenn hafa verið einhuga um að spara í allri starfsemi spítalans þannig að skerðing í þjónustu við sjúklinga verði sem minnst.  Nú er svo komið að velferð starfsmannanna sjálfra er ógnað,“ segir m.a. í ályktuninni.

Stjórn félagsins kveðst hafa fullan skilning á þeirri erfiðu stöðu sem niðurskurðurinn hefur skapað starfseminni. Hún leggur áherslu á að hlúa þurfi að starfsmönnum og þeim mannauði sem í þeim býr. Hvetur stjórnin stjórnendur spítalans til að standa vörð um velferð stafsmannanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert