Vilja rannsaka ákvörðun um stuðning við Íraksstríð

Þingmenn á Alþingi.
Þingmenn á Alþingi.

Þing­menn úr Vinstri­hreyf­ing­unni-grænu fram­boði, Sam­fylk­ing­unni, Fram­sókn­ar­flokki og Hreyf­ing­unni hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að kos­in verði nefnd þing­manna sem rann­saki aðdrag­anda og ástæður þess að þáver­andi rík­is­stjórn Íslands ákvað að lýsa yfir stuðningi við inn­rás Banda­ríkj­anna og Bret­lands í Írak vorið 2003 án sam­ráðs við Alþingi.

Sam­kvæmt til­lög­unni á nefnd­in að fá í hend­ur öll gögn stjórn­valda, þar með tald­ar fund­ar­gerðir, minn­is­blöð og grein­ar­gerðir, sem geti varpað ljósi á þetta ferli. Gögn­in verði jafn­framt gerð op­in­ber. Nefnd­in hafi einnig heim­ild til þess að kalla hvern þann til fund­ar við sig sem kunni að geta upp­lýst um til­drög ákvörðun­ar­inn­ar.

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar en auk hans standa 28 þing­menn að henni.

Til­lag­an í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert