Vilja vernda lífríkið við Hvalfjörð

Við Hvalfjörð.
Við Hvalfjörð.

Hópur áhugafólks hefur stofnað Umhverfisvaktina við Hvalfjörð. Markmið félagsins er að vernda lífríkið við Hvalfjörð jafnt í sjó, lofti og á landi. Vinna að faglegri upplýsingaöflun með aðstoð sérfræðinga, efla fræðslu um umhverfismál og tryggja gegnsæi upplýsinga frá opinberum aðilum og fyrirtækum á svæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Þá segir að Umhverfisvaktin muni benda á leiðir til útbóta í umhverfisverndarmálum og tryggja að hagsmunum íbúa og komandi kynslóða sé gætt í ákvarðanatöku um allt sem varði umhverfið.
 
Félagið sé þverpólitískt og mikill einhugur hafi ríkt á stofnfundi félagsins sem haldinn var að Hótel Glym við Hvalfjörð. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur, kennari og bóndi á Kúludalsá var kjörinn formaður þess, en stjórn og varastjórn félagsins skipa átta íbúar úr Hvalfjarðarsveit og Kjós.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert