Vilja vernda lífríkið við Hvalfjörð

Við Hvalfjörð.
Við Hvalfjörð.

Hóp­ur áhuga­fólks hef­ur stofnað Um­hverf­is­vakt­ina við Hval­fjörð. Mark­mið fé­lags­ins er að vernda líf­ríkið við Hval­fjörð jafnt í sjó, lofti og á landi. Vinna að fag­legri upp­lýs­inga­öfl­un með aðstoð sér­fræðinga, efla fræðslu um um­hverf­is­mál og tryggja gegn­sæi upp­lýs­inga frá op­in­ber­um aðilum og fyr­ir­tæk­um á svæðinu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Þá seg­ir að Um­hverf­is­vakt­in muni benda á leiðir til út­bóta í um­hverf­is­vernd­ar­mál­um og tryggja að hags­mun­um íbúa og kom­andi kyn­slóða sé gætt í ákv­arðana­töku um allt sem varði um­hverfið.
 
Fé­lagið sé þver­póli­tískt og mik­ill ein­hug­ur hafi ríkt á stofn­fundi fé­lags­ins sem hald­inn var að Hót­el Glym við Hval­fjörð. Ragn­heiður Þorgríms­dótt­ir, stjórn­sýslu­fræðing­ur, kenn­ari og bóndi á Kúlu­dalsá var kjör­inn formaður þess, en stjórn og vara­stjórn fé­lags­ins skipa átta íbú­ar úr Hval­fjarðarsveit og Kjós.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert