Náttúran lætur ekki að sér hæða og spyr hvorki kóng né prest um næstu skref.
Landið breytist enda stöðugt og þarf ekki aðkomu mannanna til þess. Foss á Síðu austan við Kirkjubæjarklaustur er nærtækt dæmi en ætla má að hann verði svipmeiri en um þessar mundir í leysingunum í vor.