Góður andi á Þjóðfundinum

Almenn ánægja ríkir meðal gesta þjóðfundarins með umræður í morgun.
Almenn ánægja ríkir meðal gesta þjóðfundarins með umræður í morgun. Morgunblaðið/Eggert

„And­inn er mjög góður og það eru marg­ir sem segja að þetta komi þeim veru­lega á óvart," seg­ir Berg­hild­ur Erna Bern­h­arðsdótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi Þjóðfund­ar um stjórn­lagaþing sem nú stend­ur yfir í Laug­ar­dals­höll­inni. Í morg­un hef­ur verið rætt um gildi og hug­sjón­ir stjórn­ar­skrár­inn­ar og einnig um inn­tak stjórn­ar­skrár­inn­ar, en eft­ir há­degi verður stjórn­ar­skrá­in rædd dýpra og á sér­hæfðari sviðum að sögn Berg­hild­ar.

95% mæt­ing er á fund­inn og kynja­hlut­fallið er jafnt. Búið er að mynda s.k. orðaský eða hug­sjóna­ský frá fyrsta hluta þjóðfund­ar, til að sýna hvaða gildi voru fund­ar­gest­um hug­leikn­ust í umræðunum í morg­un. Jafn­rétti fer þar fremst í flokki, en á eft­ir fylgja lýðræði, mann­rétt­indi, heiðarleiki, frelsi, rétt­læti, virðing og ábyrgð.

Til­gang­ur Þjóðfund­ar­ins er fyrst og fremst að kalla eft­ir meg­in­sjón­ar­miðum og áhersl­um al­menn­ings um stjórn­skip­an lands­ins, stjórn­ar­skrá og breyt­ing­ar á henni. Stjórn­laga­nefnd mun síðan vinna úr niður­stöðum Þjóðfund­ar og leggja fyr­ir stjórn­lagaþing þegar það kem­ur sam­an í fe­brú­ar 2011, ásamt eig­in hug­mynd­um.

Berg­hild­ur seg­ir að hingað til virðist upp­lif­un fund­ar­gesta af umræðunum al­mennt mjög já­kvæð.  „Ég búin að spyrja um 20 manns hvort að þeir telji að niður­stöðurn­ar komi til með að gagn­ast stjórn­lagaþingi og það eru lang­flest­ir á því, þannig að það er gam­an að finna að fólk er sann­fært um ágæti þess­ar­ar vinnu." Hún seg­ir jafn­framt að fund­ar­stjórn­in hafi gengið mjög vel fyr­ir sig. „Það er þetta fundaflæði sem er svo skemmti­legt. Það er gætt að því að all­ir fái sinn tíma  og all­ir geti komið sín­um skoðunum að, það er mjög mik­il­vægt og fólk er mjög ánægt með það."

Fund­in­um lýk­ur kl. 18 í dag en helstu áhersl­ur verða kynnt­ar á morg­un á blaðamanna­fundi kl. 16. Unnt er að fylgj­ast með fund­in­um í beinni út­send­ingu á heimasíðu hans, Þjóðfund­ur 2010.

Jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, virðing og ábyrgð er meðal helstu gilda …
Jafn­rétti, lýðræði, mann­rétt­indi, virðing og ábyrgð er meðal helstu gilda sem til umræðu voru í morg­un. Þjóðfund­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert