Skýra inntak grunnhugsjóna

Hátt í þúsund manns sitja nú á rökstólum í Laugardalshöll
Hátt í þúsund manns sitja nú á rökstólum í Laugardalshöll mbl.is

Skipu­leggj­end­ur segja um 95% þeirra þúsund sem boðaðir voru hafa látið sjá sig. Fundað hef­ur verið frá því klukk­an níu í morg­un. Boðið hef­ur verið upp á skemmti­atriði milli fund­ar­lotna á þjóðfund­in­um í Laug­ar­dals­höll. Kór Mennta­skól­ans við Hamra­hlíð söng fyr­ir gesti fyr­ir há­degið.

Áður en fyrstu niður­stöður fund­ar­ins voru kynnt­ar fór hljóm­sveit­in Sam­mi og fé­lag­ar um sal­inn og spilaði tónlist.

Upp úr umræðum og til­lög­um þjóðfund­arþátt­tak­enda hef­ur verið unnið svo­kallað "orðaský" með þeim meg­in­at­riðum sem fund­ar­menn vilja að lögð verði áhersla á í stjórn­ar­skrá Íslands. Helstu atriðin sem komið hafa fram eru þessi:

- Siðgæði
- Mann­rétt­indi
- Vald­dreif­ing, ábyrgð og gagn­sæi
- Lýðræði
- Nátt­úra Íslands vernd og nýt­ing
- Rétt­læti, vel­ferð og jöfnuður
- Friður og alþjóðasam­vinna
- Land og þjóð

Nú er unnið að setn­inga­smíð, þar sem unn­ar eru heild­stæðar setn­ing­ar sem tjá meg­in­inn­tak þess­ara gilda. Þær setn­ing­ar verða síðan lesn­ar upp á fund­in­um síðar í dag, en áætluð fund­ar­lok eru milli klukk­an 17 og 18.

Er­lend­ir fjöl­miðlar áhuga­sam­ir

Að sögn Berg­hild­ar Erlu Bern­h­arðsdótt­ur eru fjöl­miðlar frá nokkr­um lönd­um stadd­ir í Laug­ar­dals­höll og fylgj­ast grannt með gangi máli.

„Við verðum vör við þónokk­urn áhuga hjá er­lend­um fjöl­miðlum. Við erum búin að fá hérna finnska, norska, skoska og sænska blaðamenn, sem fylgj­ast með þessu af mikl­um áhuga,“ seg­ir Berg­hild­ur, en einnig er blaðamaður frá viðskipta­tíma­rit­inu For­bes á svæðinu.

Hamrahlíðarkórinn skemmti þjóðfundargestum
Hamra­hlíðarkór­inn skemmti þjóðfund­ar­gest­um mbl.is
Stjórnlaganefnd
Stjórn­laga­nefnd mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert