Þjóðfundur er hafinn

Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar setti þjóðfundinn í morgun.
Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar setti þjóðfundinn í morgun. Morgunblaðið/Eggert

Þjóðfundur er nú hafinn í Laugardalshöll og byrjuðu fundargestir að flykkjast að strax klukkan 8 í morgun. Berghildur Erna Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrú Þjóðfundar, segir gaman að sjá hversu tímanlegt fólk sé. „Maður sér að það er mikil stemning og eftirvænting í loftinu."

Lúðrasveitin Svanur tók á móti fólki í anddyri Laugardalshallar í morgun með lifandi tónlist og gátu þátttakendur fengið sér morgunhressingu áður en þeir fundu sætin sín við fundarborðin, en gert er ráð fyrir 9 manns við hvert borð. Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar setti fundinn  formlega klukkan 5 mínútur yfir 9 og byrja þá þátttakendur á því að kynna sig á sínu borði og greina frá væntingum sínum til fundarins.

„Við erum með mikið af góðu starfsfólki hjá okkur, allt frá þeim sem eru kallaðir hlauparar sem annast gagnavinnslu og til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, sem er hér til að gæta að því að allt fari fram samkvæmt lögum og reglum," segir Berghildur.

Borðin voru óðum að fyllast rétt fyrir klukkan 9 og segir Berghildur að mæting virðist vera framúrskarandi góð. Fundurinn stendur til klukkan 18 í dag en niðurstöður fyrstu umræðna verða kynntar í hádeginu.

Gestir þjóðfundar voru flestir mættir tímanlega og mikil stemning ríkti …
Gestir þjóðfundar voru flestir mættir tímanlega og mikil stemning ríkti í salnum í morgun. Morgunblaðið/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert