Þjóðfundur er hafinn

Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar setti þjóðfundinn í morgun.
Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar setti þjóðfundinn í morgun. Morgunblaðið/Eggert

Þjóðfund­ur er nú haf­inn í Laug­ar­dals­höll og byrjuðu fund­ar­gest­ir að flykkj­ast að strax klukk­an 8 í morg­un. Berg­hild­ur Erna Bern­h­arðsdótt­ir, upp­lýs­inga­full­trú Þjóðfund­ar, seg­ir gam­an að sjá hversu tím­an­legt fólk sé. „Maður sér að það er mik­il stemn­ing og eft­ir­vænt­ing í loft­inu."

Lúðrasveit­in Svan­ur tók á móti fólki í and­dyri Laug­ar­dals­hall­ar í morg­un með lif­andi tónlist og gátu þátt­tak­end­ur fengið sér morg­un­hress­ingu áður en þeir fundu sæt­in sín við fund­ar­borðin, en gert er ráð fyr­ir 9 manns við hvert borð. Guðrún Pét­urs­dótt­ir formaður stjórn­laga­nefnd­ar setti fund­inn  form­lega klukk­an 5 mín­út­ur yfir 9 og byrja þá þátt­tak­end­ur á því að kynna sig á sínu borði og greina frá vænt­ing­um sín­um til fund­ar­ins.

„Við erum með mikið af góðu starfs­fólki hjá okk­ur, allt frá þeim sem eru kallaðir hlaup­ar­ar sem ann­ast gagna­vinnslu og til lög­reglu­stjóra höfuðborg­ar­svæðis­ins, sem er hér til að gæta að því að allt fari fram sam­kvæmt lög­um og regl­um," seg­ir Berg­hild­ur.

Borðin voru óðum að fyll­ast rétt fyr­ir klukk­an 9 og seg­ir Berg­hild­ur að mæt­ing virðist vera framúrsk­ar­andi góð. Fund­ur­inn stend­ur til klukk­an 18 í dag en niður­stöður fyrstu umræðna verða kynnt­ar í há­deg­inu.

Gestir þjóðfundar voru flestir mættir tímanlega og mikil stemning ríkti …
Gest­ir þjóðfund­ar voru flest­ir mætt­ir tím­an­lega og mik­il stemn­ing ríkti í saln­um í morg­un. Morg­un­blaðið/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert