Tunnumótmæli boðuð á þriðjudag

Mótmæli á Austurvelli
Mótmæli á Austurvelli mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðstandendur tunnumótmælanna hafa boðað til enn einna mótmælanna. Tilefnið er boðaður fundur samráðsnefndar ráðherranna og forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna sem hefst kl. 18:00 í Stjórnarráðinu n.k. þriðjudag.

Mótmælin munu hefjast á þessum tíma við Stjórnarráðið en færa sig svo upp að Þjóðmenningarhúsinu á sama tíma og samráðsnefndin gengur til fundar við fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna, verkalýðsforystunnar og bankanna. Fundurinn í  Þjóðmenningarhúsinu hefst kl. 20:00.

„Krafan er að þessi hópur komi sér saman um niðurstöðu sem skila heimilunum í landinu alvöru lausnum á skuldavanda þeirra og í atvinnumálum þjóðarinnar. Við viljum að bundinn verði endir á þann ójöfnuð sem stjórnvöld hafa skapað og viðhaldið fram að þessu. Þess vegna hvetjum við almenning til að styrkja samningsstöðu sína og beita þrýstingi með því að mæta," segir í tilkynningu frá hópnum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert