Vonskuveður við opnun nýs vegar

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Ögmundur Jónasson samgönguráðherra og kristján L. Möller …
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Ögmundur Jónasson samgönguráðherra og kristján L. Möller þingmaður og fyrrverandi samgönguráðherra klippa á borðann. Hafþór Hreiðarsson

Veðurguðirnir gerðu ráðamönnum erfitt fyrir við formlega opnun Hófaskarðsleiðar fyrr í dag. Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, og Kristján Möller, þingmaður kjördæmisins, klipptu á borðann í miklum snjóbyl.

Opnun vegarins er mikil samgöngubót á Norðausturlandi, en sem dæmi styttist vegalengdin milli Kópaskers og Þórshafnar um 46 km, og á milli Húsavíkur og Þórshafnar um 53 km.

Nýr vegur um Hófaskarð opnaður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert