Hvalur hefur flutt út 631 tonn af fullverkuðum langreyði til Japans í ár, samkvæmt frétt Japan Times. Þar kemur fram að útflutningur hvalkjöts frá Íslandi til Japans í ár gæti orðið jafn mikill og á níunda áratug síðustu aldar, samkvæmt heimildum Japan Today.
Segir í frétt vefjarins 631 tonn af langreyði hafi verið flutt út á fyrstu níu mánuðum ársins, samkvæmt heimildum þess og tölum frá Íslandi.
Á hverju ári komi yfirleitt um 4 þúsund tonn af hvalkjöti á markað í Japan en uppistaðan sé hrefna sem er veidd í vísindaskyni.