Barnshafandi kona sótt til Eyja

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl. 18:19 í kvöld við að sækja barnshafandi konu til Vestmannaeyja. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda sjúkraflugvél á flugvellinum í Eyjum og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Að sögn Landsbjargar var ekki um bráðaútkall að ræða. Farið var í loftið kl. 19:40 frá Reykjavíkurflugvelli. Reiknað er með að þyrlan lendi í Reykjavík núna um 21 leytið.

Samkvæmt Landhelgisgæslunni ól konan barnið á fæðingardeild Landspítalans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert