Hóta íslenska ríkinu málsókn

Hópur erlendra fjárfesta hótar íslenskum stjórnvöldum málsókn vegna setningu neyðarlaganna og getur þetta þýtt að endurgreiðslur til breskra skattgreiðenda tefjist enn frekar, samkvæmt frétt breska blaðsins Guardian í dag.

Um er að ræða skuldabréfaeigendur í bönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum. Þeir eru ósáttir við setningu neyðarlaganna haustið 2008 sem þýddi að þeir hafa ekki fengið fé sitt til baka.

Tim DeSieno, einn eigenda Bingham McCutchen lögmannsstofunnar sem fer með mál skuldabréfaeigendanna, segir að svo geti farið að hópurinn neyðist til þess að höfða mál gegn íslenska ríkinu. Það geti þýtt að forsendur fyrir Icesave-samkomulagi og endurgreiðslur til Breta séu ekki lengur til staðar.

Hann segir í viðtali við Guardian að hópurinn telji sig vera með sterka stöðu í málinu en að málið geti tekið mörg ár í réttarkerfinu. Það eitt og sér sé afar slæmt fyrir Ísland.

Í hópnum sem DeSieno er að vinna fyir eru um 100 stórar fjárfestingarstofnanir. Þar á meðal Royal Bank of Scotland. 

 Frétt Guardian í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert