Hóta íslenska ríkinu málsókn

Hóp­ur er­lendra fjár­festa hót­ar ís­lensk­um stjórn­völd­um mál­sókn vegna setn­ingu neyðarlag­anna og get­ur þetta þýtt að end­ur­greiðslur til breskra skatt­greiðenda tefj­ist enn frek­ar, sam­kvæmt frétt breska blaðsins Guar­di­an í dag.

Um er að ræða skulda­bréfa­eig­end­ur í bönk­un­um þrem­ur, Glitni, Kaupþingi og Lands­bank­an­um. Þeir eru ósátt­ir við setn­ingu neyðarlag­anna haustið 2008 sem þýddi að þeir hafa ekki fengið fé sitt til baka.

Tim DeSieno, einn eig­enda Bing­ham McCutchen lög­manns­stof­unn­ar sem fer með mál skulda­bréfa­eig­end­anna, seg­ir að svo geti farið að hóp­ur­inn neyðist til þess að höfða mál gegn ís­lenska rík­inu. Það geti þýtt að for­send­ur fyr­ir Ices­a­ve-sam­komu­lagi og end­ur­greiðslur til Breta séu ekki leng­ur til staðar.

Hann seg­ir í viðtali við Guar­di­an að hóp­ur­inn telji sig vera með sterka stöðu í mál­inu en að málið geti tekið mörg ár í rétt­ar­kerf­inu. Það eitt og sér sé afar slæmt fyr­ir Ísland.

Í hópn­um sem DeSieno er að vinna fyir eru um 100 stór­ar fjár­fest­ing­ar­stofn­an­ir. Þar á meðal Royal Bank of Scot­land. 

 Frétt Guar­di­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka