Leggja áherslu á að viðræður séu á jafnræðisgrundvelli

Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst


 
Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst hafa fylgst náið með framgangi þeirra sameiningaviðræðna sem farið hafa fram undanfarið á milli fulltrúa Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík og lagt á það ríka áherslu að þær viðræður fari fram á jafnræðisgrunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hollvinasamtökunum.

„Hefur stjórn samtakanna lýst yfir stuðningi við að slíkar viðræður fari fram, enda sé markmið þeirra að leita leiða til að hagræða í rekstri skólanna beggja. Niðurstaða sem byggir á því að annar háskólinn víki hinum út af sviðinu getur ekki talist samrýmast þeim markmiðum. Þær forsendur sem virðast nú vera uppi í viðræðum á milli aðila eru því ekki ásættanlegar að mati stjórnar Hollvinasamtakana.

Leggur stjórn Hollvinasamtakanna áherslu á að haldið verði áfram að leita leiða til að tryggja aukna hagkvæmni í rekstri háskólastigsins og að allir kostir verði skoðaðir í því samhengi, t.a.m. breyttar áherslur í viðræðum við Háskólann í Reykjavík eða aukið samstarf eða sameining landsbyggðarháskólanna.

Er það von stjórnar Hollvinasamtakanna að stjórn skólans og stjórnendur hans sameinist um að fylgja þeim markmiðum sem sett voru í upphafi sameiningaviðræða og vinni áfram að því að tryggja að Háskólinn á Bifröst geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki í íslensku samfélagi og þjóðlífi til framtíðar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert