Meinum ekkert með þessu

/Bjarni Benediktsson.
/Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það hreinlegast hjá stjórnvöldum að segja við Evrópusambandið að við „meinum ekkert“ með aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Vinstri-grænir séu í raun „að stöðva aðildarferlið í hverri viku.“

Þetta kom fram í máli Bjarna í þætti Sigurjóns Egilssonar, Sprengisandi, á Bylgjunni nú í morgun.

Bjarni segist sammála þeirri meginniðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins að rangt hafi verið að leggja af stað í aðildarviðræður. Hann sé þeirrar skoðunar nú ekkert muni miða í viðræðunum.

„Þetta er uppi á skeri eins og sakir standa. Það mun í raun afskaplega lítið gerast. Þrátt fyrir fyrirheit VG um að styðja aðildarferlið eru þeir að stöðva það í hverri viku. Þá er miklu hreinlegra að segja við þá sem eru á hinum endanum: Við meinum ekkert með þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert