Meinum ekkert með þessu

/Bjarni Benediktsson.
/Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Bendikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir það hrein­leg­ast hjá stjórn­völd­um að segja við Evr­ópu­sam­bandið að við „mein­um ekk­ert“ með aðild­ar­viðræðum Íslands við sam­bandið. Vinstri-græn­ir séu í raun „að stöðva aðild­ar­ferlið í hverri viku.“

Þetta kom fram í máli Bjarna í þætti Sig­ur­jóns Eg­ils­son­ar, Sprengisandi, á Bylgj­unni nú í morg­un.

Bjarni seg­ist sam­mála þeirri meg­inniður­stöðu lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins að rangt hafi verið að leggja af stað í aðild­ar­viðræður. Hann sé þeirr­ar skoðunar nú ekk­ert muni miða í viðræðunum.

„Þetta er uppi á skeri eins og sak­ir standa. Það mun í raun af­skap­lega lítið ger­ast. Þrátt fyr­ir fyr­ir­heit VG um að styðja aðild­ar­ferlið eru þeir að stöðva það í hverri viku. Þá er miklu hrein­legra að segja við þá sem eru á hinum end­an­um: Við mein­um ekk­ert með þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert