Tekist á um atvinnumál í Silfri Egils

Leiðir til að koma Íslandi út úr efna­hagskrepp­unni voru rædd­ar í þætti Eg­ils Helga­son­ar, Silfri Eg­ils í dag. Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður VG, seg­ir að fara þurfi hæg­ar í niður­skurðinn sem boðaður er í fjár­laga­frum­varp­inu. Líta þurfi á ríkið sem at­vinnu­rek­anda og vernda þurfi störf sem þar eru. Niður­sveifl­an hér sé mun meiri en áður var talið.

Hún seg­ir margt í til­lög­um Sjálf­stæðis­flokks­ins til þess að auka at­vinnu hér á landi áhuga­verðar. Hún sagðist hins veg­ar ekki vera sátt við annað. Til að mynda áherslu á stóriðju á Suður­nesj­um. Ekki sé til næg orka á Suður­nesj­um til rekst­urs yfir 200 þúsund tonna ál­vers.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að það sé ekki rétt hjá Lilju að ekki sé til næg orka. Hún sé til staðar ann­ars staðar en á Suður­nesj­um. Það er sú orka sem upp á vant­ar til rekst­urs ál­vers.

Árni Páll Árna­son, seg­ir að at­vinnu­leysi sé að fest­ast í sessi hjá ungu fólki. Því þurfi að breyta og reyna að koma á mennta­braut­um fyr­ir ungt at­vinnu­laust fólk.

Eng­in fyr­ir­staða af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar gagn­vart ál­ver­um. Það sé hlut­verk orku­fram­leiðand­ans og kaup­and­ans að kom­ast að sam­komu­lagi. 

Lilja seg­ist telja nauðsyn­legt að halda orku­fyr­ir­tækj­un­um í op­in­berri eigu. Það séu hags­mun­ir al­menn­ings.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert