Utanlandsferðir aftur inn

Íslendingar spöruðu við sig í utanlandsferðum fyrst eftir kreppu en …
Íslendingar spöruðu við sig í utanlandsferðum fyrst eftir kreppu en nú er þeim farið að fjölga að nýju. Halldór Kolbeins

Greinilegt er að við efnahagskreppuna hafa Íslendingar dregið mjög úr flugferðum til útlanda árið 2009 og ferðast meira innanlands í staðinn. Á árinu 2010 dregur aftur á móti úr umferð frá því í fyrra og á sama tíma aukast aftur flugferðir til útlanda. Þetta bendir til þess að Íslendingar séu heldur bjartsýnni 2010 en 2009 um að kreppan sé á undanhaldi, að því er fram kemur í skýrslu könnun sem gerð vará ferðavenjum Íslendinga 2010 fyrir samgönguyfirvöld.

Töluvert hefur dregið úr notkun bæði innanlandsflugs- og utanlandsflugs í kreppunni, miðað við þenslutímann 2005 til 2007. Samkvæmt gögnum frá ISAVIA um fjölda flugfarþega innanland hefur þeim fækkað um fimmtung frá árinu 2007. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á ferðavenjum Íslendinga 2010 sem unnin var fyrir samgönguyfirvöld.

Brottfarir Íslendinga til útlanda með flugi frá Keflavík voru aldrei fleiri en árið 2007, eða 357.000 talsins á tímabilinu frá janúar fram í september. Þeim fækkaði snarlega eftir hrun og voru aðeins 194.000 á sama tímabili árið 2009, en það sem af er ári 2010 hefur þeim fjölgað að nýju og eru 219.000 talsins. Meðalfjöldi flugferða til útlanda árið 2007 var 1,9 ferð á mann. Það óx í 2,6 ferðir árið 2008, en féll aftur niður í 1,3 ferðir 2009 og 1,1 ferð árið 2010.

Skýrslan er unnin af Land-ráði sf í samvinnu við Miðlun ehf og er þetta í sjötta sinn sem könnun af þessu tagi er unnin fyrir samgönguyfirvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert