Varað við snörpum vindhviðum

Fossar undir Eyjafjöllum virðast stundum renna upp í móti þegar …
Fossar undir Eyjafjöllum virðast stundum renna upp í móti þegar hvasst er. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Vegagerðin vill vara við því að snarpar vinhviður eru undir Eyjafjöllum og eru vegfarendur beðnir um að aka með gát. Á Suðurlandi eru allir helstu vegir auðir. Mjög hvasst er víða og hefur Herjólfur ekki siglt frá því í morgun. Á Stórhöfða eru nú 33 metrar á sekúndu en hvasst hefur verið í Vestmannaeyjum í dag.

Á Vesturlandi eru víða hálkublettir. Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og um Þröskulda en þar er einnig skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Skafrenningur og hálka er í Mikladal og Hálfdán.

Á Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Hálka og éljagangur er í Eyjarfirði.

Flughálka er á milli Hálsa og Þórshafnar. Hálka og éljagangur er á Fagridalur og snjóþekja og skafrenningur er í Oddsskarði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Vatnsskarði eystra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka