Varað við snörpum vindhviðum

Fossar undir Eyjafjöllum virðast stundum renna upp í móti þegar …
Fossar undir Eyjafjöllum virðast stundum renna upp í móti þegar hvasst er. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Vega­gerðin vill vara við því að snarp­ar vin­hviður eru und­ir Eyja­fjöll­um og eru veg­far­end­ur beðnir um að aka með gát. Á Suður­landi eru all­ir helstu veg­ir auðir. Mjög hvasst er víða og hef­ur Herjólf­ur ekki siglt frá því í morg­un. Á Stór­höfða eru nú 33 metr­ar á sek­úndu en hvasst hef­ur verið í Vest­manna­eyj­um í dag.

Á Vest­ur­landi eru víða hálku­blett­ir. Á Vest­fjörðum er hálka og hálku­blett­ir. Snjóþekja er á Stein­gríms­fjarðar­heiði og um Þrösk­ulda en þar er einnig skafrenn­ing­ur. Þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur er á Hrafns­eyr­ar- og Dynj­and­is­heiði. Skafrenn­ing­ur og hálka er í Mikla­dal og Hálf­dán.

Á Norður- og Aust­ur­landi er hálka eða hálku­blett­ir á flest­um leiðum. Hálka og skafrenn­ing­ur er á Öxna­dals­heiði. Hálka og élja­gang­ur er í Eyj­arf­irði.

Flug­hálka er á milli Hálsa og Þórs­hafn­ar. Hálka og élja­gang­ur er á Fagri­dal­ur og snjóþekja og skafrenn­ing­ur er í Odds­skarði. Þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur er á Vatns­skarði eystra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert