Bættar almenningssamgöngur helsta ósk íbúanna

mbl.is

Bættar almenningssamgöngur, minni umferð einkabíla og bættir hjóla- og göngustígar eru efst í huga fólks á höfuðborgarsvæðinu þegar spurt er hvaða úrbætur í samgöngumálum séu æskilegastar.

Þetta kemur fram í könnun ráðgjafarfyrirtækisins Landráðs á ferðavenjum fólks sumarið 2010, en fyrirtækið hefur unnið slíkar kannanir frá 2005.

Meðalfjöldi ferða út fyrir sveitarfélag var 13 ferðir á þriggja mánaða tímabili. Íbúar utan höfuðborgarsvæðisins fóru að meðaltali eina ferð vikulega til borgarinnar.

Svarendur fljúga að meðaltali tvær ferðir innanlands á ári, að því er fram kemur í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert