Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki eiga nú 390 íbúðir eða íbúðarhús sem þeir hafa eignast vegna skuldauppgjörs eða nauðungarsölu.
Landsbankinn á flestar íbúðir eða 143. Íslandsbanki situr uppi með tveim færri eða 141. Arion banki á 106 íbúðir. Íbúðalánasjóður hefur aftur á móti eignast tæplega 900 íbúðir vegna þess að lántakendur hafa ekki getað staðið í skilum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum hefur íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs vegna vanskila fjölgað mjög hratt síðasta ár en um mitt ár 2009 átti sjóðurinn um 250 íbúðir.
Líklegt verður að teljast að þeim fasteignum sem viðskiptabankarnir þurfa að taka yfir vegna vanskila muni að öllu óbreyttu fjölga mikið á næstu misserum.