Bankarnir eiga nú 390 íbúðir

Húsin í bænum eru mörg í eigu lánastofnana og fer …
Húsin í bænum eru mörg í eigu lánastofnana og fer fjölgandi. mbl.is/Árni Sæberg

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki eiga nú 390 íbúðir eða íbúðarhús sem þeir hafa eignast vegna skuldauppgjörs eða nauðungarsölu.

Landsbankinn á flestar íbúðir eða 143. Íslandsbanki situr uppi með tveim færri eða 141. Arion banki á 106 íbúðir. Íbúðalánasjóður hefur aftur á móti eignast tæplega 900 íbúðir vegna þess að lántakendur hafa ekki getað staðið í skilum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum hefur íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs vegna vanskila fjölgað mjög hratt síðasta ár en um mitt ár 2009 átti sjóðurinn um 250 íbúðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert