Eftirlit við Laufásveg

Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík.
Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík. mbl.is/Sverrir

Sendi­ráð Banda­ríkj­anna við Lauf­ás­veg í Reykja­vík stund­ar eft­ir­lit í ná­grenni sendi­ráðsins, líkt og það ger­ir við all­ar banda­rísk­ar starfs­stöðvar um all­an heim. Talskona sendi­ráðsins seg­ir í sam­tali við mbl.is að hvorki sé um leyni­lega starfs­semi að ræða, né njósn­a­starf­semi.

Laura Gritz, upp­lýs­inga­full­trúi sendi­ráðsins, seg­ir jafn­framt að eft­ir­litið bein­ist hvorki að ís­lensk­um yf­ir­völd né ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um. Aðeins sé fylgst með grun­sam­leg­um manna­ferðum í ná­grenni við sendi­ráðið í þeim til­gangi að koma í veg fyr­ir mögu­leg­ar árás­ir. Þetta sé unnið í sam­starfi við ís­lensk stjórn­völd. 

Banda­rísk stjórn­völd séu reiðubú­in að svara öll­um spurn­ing­um sem kunni mögu­lega að vakna hjá yf­ir­völd­um á Íslandi vegna máls­ins.

Mbl.is ræddi við Gritz sl. föstu­dag og sagði hún að eft­ir­lit væri við banda­rísk­ar starfs­stöðvar um all­an heim til að tryggja ör­yggi þeirra og starfs­mann­anna. Hún vildi hins veg­ar ekki gefa ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig staðið væri að ör­ygg­is­mál­um. Sendi­ráðið hef­ur nú ákveðið að staðfesta með form­leg­um hætti að eft­ir­lits­sveit sé starf­rækt í Reykja­vík.

Ögmund­ur Jónas­son, dóms­málaráðherra, sagðist á Alþingi í dag hafa átt fund með rík­is­lög­reglu­stjóra og farið þess á leit að hann kanni, hvort banda­ríska sendi­ráðið í Reykja­vík hafi látið fylgj­ast með ís­lensk­um borg­ur­um í ná­grenni þess.

Sendi­ráðið hef­ur sent frá sér svohljóðandi yf­ir­lýs­ingu, sem er á ensku:

„We regret that an in­flamm­atory and inaccura­te report about a U.S. State Depart­ment secu­rity program has led to unea­se and concern.  The Sur­veill­ance Detecti­on Unit is not a secret program, nor is it an in­telli­gence unit.  It does not tar­get host coun­try or host coun­try cit­izens. It is merely a way of detect­ing su­spicious acti­vities near embassy facilities and per­sonn­el in cooperati­on with host aut­ho­rities responsi­ble for embassy secu­rity.  Ice­land is a close friend and ally and we fully respect Icelandic law.  The U.S. stands rea­dy to answer any qu­esti­ons the Go­vern­ment of Ice­land mig­ht ask us on this or any ot­her matter, and will do so in go­vern­ment to go­vern­ment chann­els.“  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert