Eystrasaltskeppninni í stærðfræði lokið

Eystrasaltskeppnin var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík í ár.
Eystrasaltskeppnin var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík í ár.

Hin árlega Eystrasaltskeppni í stærðfræði fór fram hér á Íslandi um helgina. Keppnin var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík og tóku tíu þjóðir þátt, en keppnin um liðakeppni er að ræða og sendir hvert lið fimm keppendur sem ekki mega vera orðnir 20 ára að aldri og mega ekki vera skráðir í háskóla. Ísland lenti í 10. sæti í þetta skiptið en Pólverjar hrepptu fyrsta sætið.

Keppnin er með því sniði að liðin hafa fjóra og hálfan tíma til að leysa 20 dæmi, en liðsfélagar reyna við dæmin í sameiningu. Þeir sem kepptu fyrir Íslands hönd voru Ásgeir Valfells (MH),Áslaug Haraldsdóttir (Versló),Bjarni Jens Kristinsson (MR),Paul Joseph Frigge (MR)og Arnór Hákonarson (MR). Úrslit keppninnar urðu þessi:

1. Pólland
2. Litháen
3. Þýskaland (nánar tiltekið Norður-Þýskaland)
4. Lettland
5. Danmörk
6. Svíþjóð
7.-8. Eistland
7.-8. Noregur
9. Finnland
10. Ísland

Á næsta ári mun keppnin fara fram í Þýskalandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert