Fékk einhvern fítonskraft og bjargaði sér

Hilmir Snær Guðnason.
Hilmir Snær Guðnason.

„Þetta var mikið sjokk, maður er hálfskjálfandi ennþá og þreyttur eftir allt labbið,“ sagði Hilmir Snær Guðnason leikari snemma í gærkvöld eftir að hafa lent í óskemmtilegri lífsreynslu ásamt Jörundi Ragnarssyni leikara, sem svaf þegar Morgunblaðið náði tali af Hilmi.

Þeir félagar voru á rjúpnaveiðum austan við Mývatn í gærdag þegar sá síðarnefndi féll eina átta metra ofan í hraunsprungu við gíginn Lúdent.

Snjór var yfir öllu þegar óhappið varð og aðeins farið að skyggja, að sögn Hilmis Snæs. „Við skiptum liði síðasta spölinn og ég var kominn í bílinn þegar hann datt ofan í þessa sprungu. Hann féll um átta metra en sprungan er örugglega 20-30 metrar. Hann stöðvaðist á snjónibbu milli veggjanna í sprungunni,“ segir meðal annars í umfjöllun um óhapp þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hilmir Snær segir björgunarsveitina hafa verið snögga á staðinn en alls hafi þetta tekið um tvo tíma. Skv. upplýsingum frá Landsbjörg aðstoðuðu björgunarsveitarmenn Jörund við að ná byssunni sem varð eftir í sprungunni.

Hilmir segir félaga sinn stálheppinn. „Hann er með kúlu á höfðinu og eina brotna nögl sem er ótrúlegt. Þetta er aðallega áfallið.“


Jörundur Ragnarsson.
Jörundur Ragnarsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert