Brotist var inn í geymslu við veitingastaðinn Humarhúsið og stolið þaðan miklu magni af humri. Einnig hvarf áll í öskjum, hörpuskel í pokum, hvítvín, bjór og kampavín.
Þetta kemur fram á vefnum freystingu.is. Þar er haft eftir Ottó Magnússyni, einum eiganda Humarhússins, að stolið hafi verið 8 kössum af humri merktum VSV, Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Myndir af þjófnum náðust á öryggismyndavél. Var hann klæddur ljósri hettuúlpu, gallabuxum, hvítum strigaskóm og með lambhúshettu.